Aðstoð vegna vatnsskaða

|
|

Bruni

Biluð raftæki og röng notkun rafbúnaðar er ein algengasta orök bruna. Mikilvægt er að eftirfarandi búnaður sé til á öllum heimilum: Reykskynjari Slökkvitæki Eldvarnarteppi til að slökkva eld, t.d. í feitispotti á eldavél. Oft verður eldur laus í raftækjum vegna skammhlaups sem rekja má til þess að í tækin hefur safnast ryk. Slökkvið á sjónvarpi með aðalrofanum eða takið það úr sambandi. Notið ekki fjarstýringuna til að slökkva á tækinu yfir nóttina. Gott ráð er að láta yfirfara gömul raftæki sem safna í sig ryki og minnka þannig hættu á bruna vegna skammhlaups. Birt með leyfi Sambands íslenskra tryggingafélaga

Birt með leyfi Sambands íslenskra tryggingafélaga